Skip to content

Öskudagsgleði

Miðvikudaginn 17. febrúar verðum við með öskudagsgleði í Ingunnarskóla eins og síðustu ár. Allir að mæta í búningum í skólann.

Þetta er skertur dagur og eiga nemendur að mæta kl. 9 í skólann. Boðið er upp á gæslu fyrir nemendur 1.-6. bekkjar frá kl. 8:00 eins og aðra daga. Hafragrauturinn verður á sínum stað þennan dag frá kl. 8:20.

Nemendur þurfa ekki að koma með skólatösku þennan dag einungis létta tösku fyrir nestið.

Dagskrá lýkur síðan kl. 11:20 en þá fara nemendur 4.-10. bekkjar í pylsuveislu í mötuneytinu. Þegar þau verða búin að borða mega þau fara heim.

Nemendur 1.-3. bekkjar fara í mat kl. 11:45 og að honum loknum mega þau fara heim. Þeir nemendur sem eiga að fara í Stjörnuland verða í skólanum þangað til þau verða sótt af starfsmönnum Stjörnulands.

Mjög mikilvægt er að láta okkur vita af þeim nemendum sem eiga ekki að fara í Stjörnuland þennan dag.

Að lokum minnum við á vetrarfríið sem verður mánudaginn 22. og þriðjudaginn 23. febrúar.