Skip to content

Öskudagur á morgun

Á morgun, miðvikudaginn 26. febrúar, er öskudagur og viljum við minna á að það er skertur dagur í Ingunnarskóla. Skólastarfið hefst klukkan 9:00 og lýkur um klukkan 11:30. Boðið verður upp á gæslu á svæðunum fyrir yngri nemendur frá klukkan 8:00.

Nemendur þurfa ekki að koma með skólatöskur en gott væri ef þau kæmu með nestið sitt í litlum bakpokum svo þau geti farið á milli stöðva með nestið með sér á auðveldan máta. Leyfilegt er að koma með fernudrykki þennan dag. Mikilvægt að nemendur í 8.-10. bekk komi með nesti með sér þar sem ekki er hægt að hlaupa út í bakarí/Krónuna í nestistímanum.

Nemendur sem eru í Stjörnulandi verða í skólanum fram til kl. 13:15 en fara þá í gæslu þangað. Í hádeginu verður öllum nemendum boðið upp á pylsur með brauði. Sundkennsla fellur niður þennan dag þar sem þetta er skertur dagur. Ef það eru einhverjir nemendur sem eiga ekki að fara í Stjörnuland þá megið þið endilega senda okkur línu þess efnis.

Skólastarfið verður brotið upp og fara nemendur á mismunandi stöðvar í blönduðum aldurshópum. Kötturinn verður m.a. sleginn úr tunnunni og foreldrafélagið býður öllum nemendum upp á nammipoka þennan dag.

Að sjálfsögðu mæta allir nemendur í búningi í skólann þennan dag 🙂