Skip to content

Öskudagur í Ingunnarskóla

Það var líf og fjör á öskudeginum í Ingunnarskóla í dag. Allskyns furðuverur mættu í skólann og var gaman að sjá í hversu fjölbreyttum búningum krakkarnir komu í.

Nemendum var skipt upp í hópa sem fóru á milli stöðva. Á einni stöðinni var spilað bingó og á annarri var búið til glæsilegt vegglistaverk sem prýðir nú vegginn í mötuneytinu.

Í íþróttahúsinu fóru krakkarnir í leiki og enduðu svo á að slá köttinn úr tunninni. Gaman að sjá hvað þau tóku mikinn þátt, alveg frá 1.-10. bekk. Á síðustu stöðinni var dansað en þar kenndi Steinunn danskennari krökkunum Daða-dansinn við mjög góðar undirtektir. Þau eru núna öll tilbúin að kenna vinum og vandamönnum dansinn fyrir næsta laugardagskvöld 😊

Deginum lauk svo á hádegi með pylsuveislu í mötuneytinu.

Myndir frá öskudeginum er að finna í myndasafni.