1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

Saga skólans

Ingunnarskóli var hannaður með ákveðna skólastefnu í huga. Þetta hönnunarferli kallast Design Down Process eða frá því almenna til þess sérstæða. Kallaðir voru til einstaklingar úr ýmsum hópum samfélagsins til að ræða væntanlega starfsemi skólans og hvernig bygging gæti best þjónað slíkri starfsemi. Niðurstaðan hópsins varð sú að byggð voru stór rými þar sem kennarar ynnu í teymum með árgangablandaða hópa og áhersla lögð á einstaklingsmiðað nám og þemavinnu. Hugmyndin féll vel að þeim markmiðum sem sett eru fram í Starfsáætlun Reykjavíkurborgar, og er sýn skólans byggð í kringum þessi markmið. 

Ingunnarskóli tók til starfa í færanlegum kennslustofum haustið 2001 og voru 36 nemendur í 1.-8. bekk skráðir í skólann. Þeim fjölgaði jafnt og þétt næstu árin og haustið 2007 voru þeir orðnir 450 í 1.–10. bekk. Haustið 2005 var starfsemin flutt í glæsilega nýbyggingu og haustið 2006 var skólinn orðinn fullsetinn og þörf á auknu kennslurými. Kennsla fer því einnig fram í færanlegum kennslustofum sem staðsettar eru norðan við húsið.

Sæmundarsel tók til starfa haustið 2004 í eystri hluta Grafarholts. Það tilheyrði Ingunnarskóla með sömu stjórn og starfsháttum fram til janúar 2007. Þá skildu leiðir, Sæmundarsel varð sjálfstæður skóli og heitir nú Sæmundarskóli.

Hugmyndina að nafni skólans á prófessor Þórhallur Vilmundarson sem einnig fann nöfn á göturnar í hverfinu, en nöfnin eru öll kirkjusöguleg. Um Ingunni er fjallað í Jóns sögu helga. Ingunn er kynnt til sögu um leið og margir þekktir fræðimenn og biskupar sem stundað höfðu nám við Hólaskóla en hún þótti vel að sér bæði í bóklegum efnum sem og verklegri færni.

Í Ingunnarskóla hefur komið fjöldi gesta til að kynna sér bygginguna og það starf sem fram fer í skólanum. Til gamans má geta að um 210 gestir heimsóttu skólann skólaárið 2007-2008.

NyrSkoli 019 Smallflutningar 111 LargeNyrSkoli 006 Small

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |