Skip to content

Skákæfingar hefjast að nýju

Þriðjudaginn 29. september hefjast skákæfingar í Ingunnarskóla aftur eftir gott sumarfrí í umsjón Gunnars og Gunnars Freys skákkennara. Þessar æfingar eru ætlaðar nemendum 4.-7. bekkjar og eru þær öllum að kostnaðarlausu.

Æfingarnar verða alla þriðjudaga í skákstofu milli kl. 14:00-15:30.

Við hvetjum alla áhugasama til að mæta. Hægt er að skrá sig á æfingarnar í facebook hópnum Skákfélag Ingunnarskóla https://www.facebook.com/groups/390920124411309 eða mæta bara á æfingu og prófa.