1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

Skipulag skólastarfs

Stefna og sérstaða Ingunnarskóla

Virðing – Ábyrgð - Vinsemd

Stefna Ingunnarskóla er byggð á menntastefnu sem birt er í aðalnámskrá grunnskóla 2011 en sú stefna er reist á sex grunnþáttum menntunar og einnig á stefnu og starfsáætlun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 

Í Ingunnarskóla er stefnt að því að veita nemendum skólans bestu mögulegu tækifæri til að þroskast í fjölbreyttu og skapandi námsumhverfi. Leiðarljós skólans er að nemendur verði sjálfstæðir og skapandi, virkir og ábyrgir einstaklingar til að geta tekist á við síbreytilegt nútíma samfélag. Þeir eru hvattir til að taka ábyrgð á eigin námi og stuðlað er að því að þeir sjái tilgang í því sem þeir eru að vinna að. Stefnt er að því að efla nemendur í sjálfstæðum vinnubrögðum og áhersla er á að þeir læri að leita sér upplýsinga með fjölbreyttum hætti. Mikilvægur þáttur í skólastarfinu er að örva sjálfstæða og gagnrýna hugsun og leitast er við að gera það á sem flestum sviðum skólastarfsins.

Markvisst er unnið að því að nemendum líði vel og að þeir búi við öruggt starfsumhverfi og uppbyggjandi skólaanda. Skólinn er öllum opinn og eru foreldrar alltaf velkomnir til að taka þátt í starfinu eða kíkja í heimsókn. Lögð er áhersla á að nemendur komi fram af virðingu hver við annan og alla sem þeir eiga samskipti við innan og utan skólans.

 

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |