Skip to content

Hlutverk skólaráðs

Skólaráð grunnskóla starfar í samræmi við lög um grunnskóla nr. 91/2008. Skólaárð skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúum kennara ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks, tveimur fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum foreldra auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess. Einnig er valinn einn fulltrúi grenndarsamfélagsins eða viðbótarfulltrúi úr hópi foreldra.

Hlutverk skólaráðs er að vera samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélagsins um skólahald viðkomandi skóla.

Verkefni skólaráðs eru eftirfarandi:
- taka þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans
- fjalla um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið
- veita umsagnir um áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanlega ákvörðun um þær er tekin
- fylgjast almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda

Handbók-um-skólaráð

Fréttir úr starfi

Vetrarleyfi og fleiri upplýsingar

Nú er óvenjulegri skólaviku að ljúka hérna í Ingunnarskóla þar sem nemendur 9.b eru búnir að vera í sóttkví og nemendur 8.b og 10.b eru búnir að…

Nánar