1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

Skólasafn

Skólasafn Ingunnarskóla er staðsett á opnu svæði í miðrými skólans. Þar er vinnuaðstaða fyrir rúmlega 20 nemendur, ásamt sófa og leskrók. Kennari er til taks á safninu alla daga og veitir þeim aðstoð sem á þurfa að halda.

Markmið safnsins eru m.a.: 
     • að efla læsi og vekja áhuga nemenda á fjölbreyttu lesefni 

     • að gera nemendur sem mest sjálfbjarga við upplýsingaleit og heimildavinnu 

Safnkostur
Safnkosturinn samanstendur að mestu af skáldritum, fræðiritum, tímaritum og hljóðbókum. Gögn safnsins eru skráð í Gegni og þeim er raðað eftir flokkunarkerfi Dewey. Skáldrit eru einnig flokkuð gróflega eftir efni til að auðvelda nemendum að finna lesefni við hæfi, en myndabækur og léttari lestrarbækur eru staðsettar í leskrók og skáldrit sem samin eru með eldri lesendur í huga eru saman í hillu og merkt með grænum punkti. Nýjustu bækurnar eiga einnig sinn stað á safninu. Á síðunni leitir.is er hægt að kanna hvort ákveðin gögn séu til.

Útlán og skil
Allir nemendur og starfsmenn skólans eiga skírteini á safninu og geta fengið lánaðar bækur. Útlánstími er almennt tvær vikur. Kennslubækur í unglingadeild eru skráðar í útlán á nemendur og er þá útlánstími lengri.

Umgengni á bókasafninu
     • Við göngum vel og hljóðlega um.

     • Við skilum bókum í skilakörfuna. 

     • Við borðum ekki nestið okkar inni á safninu. 

     • Öll útlán þurfa að vera skráð.

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |