Skip to content

Starfsdagur og vetrarfrí

Dagana 27.-28 febrúar og 2. mars er starfsdagur og vetrarfrí í Ingunnarskóla og því engin kennsla í þessa daga.

Í vetrarfríinu bjóða frístundamiðstöðvar og söfnin í borginni upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna endurgjaldslaust. Í öllum frístundamiðstöðvum miðast viðburðir við þarfir fjölskyldunnar og verður boðið upp á spil, föndur, smiðjur, klifur og útieldun þar sem ungir sem aldnir geta skemmt sér saman.

Fullorðnir í fylgd með börnum fá frítt inn á Kjarvalsstaði, Ásmundarsafn, Árbæjarsafn, Landnámssýninguna í Aðalstræti, Ljósmyndasafn Reykjavíkur og Sjóminjasafnið í Reykjavík. Þá býður Borgarbókasafnið upp á dagskrá í öllum útibúum, s.s. upplestur, tónlist, perluföndur, bíó og popp.

Hér er listi yfir viðburði.

Kennsla hefst aftur skv. stundatöflu þriðjudaginn 3. mars. Við vonumst til að nemendur njóti leyfisins sem allra best og komi hressir og kátir í skólann að því loknu.