1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

Starfsmannastefna

Starfsmannastefna Reykjavíkurborgar
Markmiðið með starfsmannastefnunni er að Reykjavíkurborg hafi alltaf á að skipa hæfum og áhugasömum starfsmönnum sem geta tryggt nauðsynlegt frumkvæði í störfum og veitt góða þjónustu og brugðist við síbreytilegum þörfum Reykjavíkurborgar. Starfsmannastefnan á að tryggja starfsmönnum ákveðin starfsskilyrði og möguleika á að vaxa og dafna í starfi. Leitast skal við að skapa starfsmönnum aðstæður til að samræma starf og fjölskyldulíf. 

Í starfsmannastefnu Ingunnarskóla er áhersla er lögð á lýðræðislegar ákvarðanir og mikilvægt að tekið sé tillit til sjónarmiða allra við stefnumótun og ákvarðanatöku. Stjórnendur og starfsmenn skólans bera ábyrgð á að gæta jafnréttis á vinnustað. Allir starfsmenn skulu hafa möguleika til endurmenntunar og/eða að sækja sér fræðslu sem eykur hæfni þeirra í starfi. 

Starfsmenn skulu ávalt sýna samstarfsfólki sínu og nemendum alltaf vinsemd, ábyrgð og virðingu í samskiptum. Einelti og kynferðisleg áreitni verður undir engum kringumstæðum umborin í skólanum. Meðvirkni starfsmanna í einelti er einnig óásættanleg. 

Allir starfsmenn skólans eru bundnir þagnarskyldu gagnvart nemendum og foreldrum. Ekki er leyfilegt að tala um einstaka nemendur, nemendahópa né forráðamenn þeirra utan veggja skólans. Starfsmenn skulu einnig gæta sín á umtali innan veggja skólans. Upplýsingar um nemendur er komið til þeirra sem þeim viðkemur. Þagnarskylda helst þótt starfsmann láti af störfum. Öllum starfsmönnum ber að gæta fullrar þagnarskyldu um meðferð persónuupplýsinga sem aflað er um nemendur og um allt það sem starfsmenn verða áskynja í starfi sínu. Með öllu er óheimilt að miðla persónuupplýsingum til annarra en þeirra sem þess þurfa vegna starfa sinna. Ávallt skal gæta þess að upplýsingar sem aflað er séu viðeigandi og ekki umfram það sem nauðsynlegt er miðað við tilgang þeirra. Um meðferð og öflum upplýsinga má lesa í reglugerð nr. 1040 um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins frá árinu 2011.

 

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |