1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

Stjórnun

Skólastjóri: Guðlaug Erla Gunnarsdóttir 

Aðstoðarskólastjóri: Þuríður Guðrún Sigurjónsdóttir

Deildarstjóri 1.- 7. bekk: Ragnheiður Skúladóttir

Deildarstjóri 8 - 10. bekk: Andri Már Sigurðsson

Deildarstjóri verkefna: Þorgerður Hlöðversdóttir

Deildarstjóri stoðþjónustu: Olga Hrönn Olgeirsdóttir

Skrifstofustjóri: Lilja Rós Jóhannsdóttir

Umsjónarmaður fasteignar: Kristín Ragnarsdóttir.

Helstu markmið í stjórnun skólans er að skapa samfélag sem lærir og stuðla að faglegu starfi, áhuga og metnaði starfsmanna. Áhersla er á lýðræðislega stjórnunarhætti þar sem allir starfsmenn hafa tækifæri til að hafa frumkvæði og áhrif á starfið. Eitt meginmarkmiðið er að mæta mismunandi þörfum nemenda með fjölbreyttum og skapandi vinnubrögðum.

Að faglegri stjórnun skólans koma skólastjóri, aðstoðarskólastjóri, deildarstjóri sérkennslu, deildarstjóri verkefna og deildarstjórar í 1-7. bekk og 8.-10. bekk  Allir þessir aðilar sitja í stjórnunarteymi skólans sem fundar tvisvar sinnum í vikui.  Skrifstofustjóri er einnig í stjórnunarteymi skólans. 

Kennarafundir eru tvisvar sinnum í mánuði og fundur með öllu starfsfólki annan hvern mánuð. Umsjónarmaður fasteignar fundar einu sinni í mánuði með skólaliðum og er þeirra næsti yfirmaður. Deildarstjóri sérkennslu fundar vikulega með stuðningsfulltrúum og sérkennurum skólans.

Skólaráð starfar við skólann en samkvæmt reglugerð um skólaráð við grunnskóla 1. gr. situr skólastjóri í skólaráði og stýrir starfi þess. Auk skólastjóra sitja í skólaráði tveir fulltrúar foreldra, tveir fulltrúar kennara, einn fulltrúi annars starfsfólks skólans, tveir fulltrúar nemenda og einn fulltrúi grenndar¬samfélags eða viðbótarfulltrúi úr hópi foreldra valinn af öðrum fulltrúum skólaráðs. Staðgengill skólastjóra stýrir skólaráði í forföllum skólastjóra.

Skipurit PDF

 

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |