Skólasamfélag Ingunnarskóla lýsir því yfir að hvorki einelti né annað ofbeldi er liðið í skólanum. Leitað verður allra ráða til að fyrirbyggja einelti og ofbeldi og til að leysa þau mál sem upp koma á farsælan hátt. Ingunnarskóli á að vera öruggur vinnustaður þar sem starfið mótast af virðingu og umhyggju.
Forvarnir og umræða um einelti byrja strax við upphaf skólagöngu.
Við Ingunnarskóla er starfandi eineltisteymi. Í teyminu sitja námsráðgjafi, aðstoðarskólastjóri, þroskaþjálfi/sérkennari, umsjónarkennari og deildarstjóri.
Tilgangur og hlutverk þess er meðal annars að:
• Taka á móti ábendingum um einelti, kanna þær ábendingar og leita lausna.
• Kanna umfang eineltis í skólanum.
• Miðla upplýsingum og fræðslu til starfsmanna, nemenda og foreldra.
• Benda á og hrinda í framkvæmd fyrirbyggjandi aðgerðum.