1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

Skráning á Tækni-Legó námskeið

• Á námskeiðinu verða um 100 kíló af tækni-LEGO-kubbum. Kennslan er einstaklingsmiðuð og kennt er að nota t.d. tannhjól, gírun, mótora o.f.l. og fá allir aðstoð við að skapa sín eigin módel.

• Hámarksfjöldi í hvern hóp er 15.

• Hvert námskeið er 3 skipti sem eru 1,5 klst í senn.

 

1.-2. bekkur: Mánudagarnir: 04. mars, 11. mars og 18. mars frá 13:40 – 15:10

3.-7. bekkur: Mánudagarnir: 04. mars, 11. mars og 18. mars frá 15:10 – 16:40

 

Leiðbeinandi: Jóhann Breiðfjörð. Starfaði í 5 ár sem hönnuður, hugmyndasmiður og ráðgjafi hjá leikfangafyrirtækinu LEGO og hefur undanfarin ár haldið fjölmörg "Tækni-LEGO námskeið" innan skóla og í félagsmiðstöðvum.

Staðsetning: Tónmenntastofan í Ingunnarskóla.

Þátttökugjald: Samtals 3.900 kr. Greiðsluupplýsingar verða sendar með staðfestingu á skráningu. Þeir sem eru skráðir á frístundaheimili á sama tíma og námskeiðið stendur yfir fá 600 kr. afslátt og greiða því 3.300 (600 kr samsvara vistunargjaldinu sem greitt er á frístundaheimilinu þann tíma sem námskeiðið stendur yfir í).

Skráning: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. (vinsamlegast takið fram: nafn, bekk, símanúmer og skóla).

Upplýsingar: Jóhann Breiðfjörð: 6978692

Sjá nánar: nyskopun.net eða: http://www.nyskopun.net/nr1_2009/index.htm

lego-mynd

Tækni-LEGO-námskeið fyrir 1.-7. bekk

Undanfarin ár hafa verið haldin Tækni-LEGO námskeið í skólum og á vegum ÍTR. Góð reynsla hefur gefist af námskeiðunum og hafa foreldrar, starfsmenn og börn almennt verið afar ánægð með þau.

Uppbygging námskeiða í grunnskólum:

    • Ég kem með um 100 kíló af tækni-LEGO-kubbum sem hægt er að byggja úr.

    • Krakkarnir læra að nota t.d. tannhjól, gírun, mótora og fleira og fá aðstoð við að skapa sín eigin módel.

    • Um er að ræða frístundanámskeið sem hafa hafist að skóladegi loknum og gengið er út frá því að foreldrar  greiði fyrir þátttöku barnanna.

    • Miðað er við að hvert námskeið sé 3 skipti sem hvert fyrir sig er einn og hálfur tími. Miðað er við að þátttakendur á hverju námskeiði séu ekki fleiri en 15. Ef margir skrá sig hafa verið tveir hópar sama dag. Fyrri hópurinn hefur hafist um 10 mínútum eftir að börnin eru búin í skólanum og seinni hópurinn 10 mínútum eftir að sá fyrri er búinn. Oft hefur einnig 1.-2. bekkur komið strax að skóla loknum og svo 3.-7. í seinni hópinn.

    • Verð fyrir 3 * 1,5 klukkutíma er: 3.900 en ef börn eru skráð í gæslu eftir að skóla lýkur er gefinn afsláttur af námskeiðsgjaldi sem svarar u.þ.b. kostnaði vegna gæslu þann tíma sem námskeiðið stendur yfir. Foreldrar greiða því ekki tvöfalt fyrir sama tíma (LEGO námskeið og gæslu).

    • Hægt er að halda námskeiðið í hefðbundinni skólastofu, matsal eða öðru rými þar sem hægt er að koma fyrir borðum og stólum og takmarka umgang.

    • Í raun hafa námskeiðin verið allra hagur þar sem örlítið minna er að gera hjá starfsmönnum frístundaheimilanna þá daga sem námskeiðin standa yfir. Börnin, bæði þau sem skráð eru á frístundaheimilin og hin, fá tilbreytingu og geta leikið sér og lært í leiðinni og foreldrar hafa verið ánægðir með að boðið sé upp á þennan valkost á sanngjörnu verði.

Bókanir og upplýsingar:

    • Nú er ég að raða niður námskeiðum á vorönnina. Hægt væri að byrja í vikunni 25. febrúar til 1. mars.

    • Hægt er að hafa samband í síma: 6978692 eða senda póst á netfangið: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

    • Nánari upplýsingar og myndir er að finna á: www.nyskopun.net

Leiðbeinandi:

    • Nafn: Jóhann Breiðfjörð.

    • Starfaði í 5 ár sem hönnuður, hugmyndasmiður og ráðgjafi hjá tæknideild danska leikfangafyrirtækisins LEGO (LEGO Technik).

    • Hefur haldið yfir 300 nýsköpunarnámskeið fyrir grunnskólanemendur undanfarin ár og fjölmörg "Tækni-LEGO námskeið" innan skóla og í félagsmiðstöðvum.

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |