1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

Dönskuklúbbur Norræna félagsins

danmark-flagDönskuklúbbur Norræna félagsins er ætlaður börnum á aldrinum 6 – 10 ára sem vilja viðhalda kunnáttu sinni í danskri tungu. Boðið verður upp á þjálfun í tungumálinu gegnum leiki, þrautir, lestur og spjall auk þess sem áhersla verður lögð á að kynna danskar barnabækur og aðra barnamenningu. Leiðbeinendur í dönskuklúbbnum verða nemendur í dönsku frá Háskóla Íslands.

Dönskuklúbburinn hittist á laugardögum kl. 11:00-12:30 frá 2. febrúar og fram að páskum í húsnæði Norræna félagsins að Óðinsgötu 7 í Reykjavík. Einhverja laugardaga í vetur mun dönskuklúbburinn heimsækja bókasafn Norræna hússins og er því mikilvægt að hafa skráð skráð barnið/börnin svo hægt sé að senda út skilaboð um breytta staðsetningu.

Dönskuklúbburinn er ætlaður börnum sem búið hafa í Danmörku eða eiga danska fjölskyldu. Nauðsynlegt er að skrá sig í klúbbinn! Klúbburinn er ætlaður börnum félagsmanna og er þeim að kostnaðarlausu. ATH! Auðvelt er að gerast félagi í Norræna félaginu. Félagsaðild kostar aðeins 2.900 kr. á ári / 1.450 kr. fyrir 18-27 ára og 67 ára og eldri. Skráning fer fram í síma 551-0165 eða á netfanginu This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Rafknúin hjól

Vegna mikillar aukningar á notkun vél- og rafknúinnar hjóla sem hönnuð eru fyrir allt að 25 km hraða vill Umferðarstofa minna á leiðbeiningar sem hún hefur unnið með það fyrir augum að tryggja öryggi sem best.  Leiðbeiningarnar er að finna hér.

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |