1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

Fréttir úr tungumálatorgi

Vinsamlegast áframsendið póstinn til þeirra sem geta haft gagn af efni hans.

Úr verinu

  • Prófatími í Tungumálaveri
  • Jólahátíðir í Tungumálaveri

Af vettvangi skólanna

  • Jólahringekja frá Dagnýju Reynisdóttur í Engjaskóla (http://tungumalatorg.is/dagny/karrusel/julekarrusel/ )
  • Munnleg þjálfun sem auðvelt er að yfirfæra á öll tungumál með Sigrúnu Gestsdóttur í Langholtsskóla.
  • Stuttmyndagerð í dönsku í 8. bekk í Laugalækjarskóla hjá Lis Ruth og Svölu.

Af torginu

  • Norrænt jóladagatal frá Else Brink fyrrverandi farkennara og kennsluráðgjöfum í norsku og sænsku í Tungumálaveri (http://tungumalatorg.is/joladagatal2011/ )
  • Farsímar í tungumálanámi – nýtt efni á Tungumálatorgi (http://tungumalatorg.is/mobilen/ ).
  • Islex-veforðabókin fyrir alla. Alveg splunkuný, kostar ekkert og nýtist öllum á hvaða aldri sem þeir eru (http://islex.hi.is/ ) Mælt er með að hún verði tengd varanlega við heimasíður skólanna.

Einnig vekjum við athygli á efni um Nóbelshátíðina sem fram fer 10. desember (http://svt.se/2.146551/nobelpriset_2011) .

Hér er hægt að fá nánari upplýsingar

Bestu óskir um ánægjulega aðventu, gleðileg jól og hamingjuríkt komandi ár.

Þökkum samstarfið á liðnu ári.

Starfsmenn Tunumálavers

Frá Heimili og skóla

Föstudaginn 18. nóvember næstkomandi verður haldið fulltrúaráðsþing Heimilis og skóla og Foreldradagurinn 2011. Um er að ræða málþing Heimilis og skóla um foreldrafærni. Fulltrúaráðið mun funda um morguninn en málþingið hefst kl.12:30.

Landslið fyrirlesara ræðir foreldrafærni: Steinunn Bergmann, Gylfi Jón Gylfason og Hugo Þórisson. Sigrún Júlísdóttir verður í sófaspjalli ásamt fyrirlesurum. Fjórar hagnýtar vinnustofur eftir kaffihlé. Þetta er viðburður sem þið viljið ekki missa af!

Foreldradagurinn er málþing Heimilis og skóla - landssamtaka foreldra, ætlað foreldrum og öðrum áhugasömum um uppeldi barna. Markmiðið er að veita hagnýtar upplýsingar um uppeldisaðferðir og hvatt verður til umræðu um foreldrafærni og að foreldrar ígrundi foreldrahlutverkið. Á dagskrá eru reynslumiklir fyrirlesarar og hægt verður að velja hagnýta vinnustofu. Í hléi verður boðið upp á markaðstorg þar sem ýmsir aðilar kynna þjónustu sem nýst getur foreldrum og öðrum uppalendum. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Heimilis og skóla og í meðfylgjandi auglýsingu.

Áhugasamir skrái sig hér á vefsíðu Heimilis og skóla.

Kær kveðja, Heimili og skóli

Jólaskákmót 2011

JÓLASKÁKMÓT
2011

Taflfélags Reykjavíkur og
Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur


Keppnisstaður:  Taflfélag Reykjavíkur, Faxafeni 12.
Yngri flokkur (1. - 7. bekkur).
Keppt verður í stúlkna og drengja flokkum. Heimilt er að senda A, B, C o.s.frv. stúlknasveitir og A, B, C o.s.frv. drengjasveitir.  Í hverri sveit eru 4 keppendur og 0-2 til vara.
Keppni í yngri flokki verður sunnudaginn  4. desember kl. 14:00.
Tefldar verða 6 umferðir (hraðmót) eftir Monrad kerfi.
Umhugsunartími: 15 mín. á skák. Þátttökurétt hafa börn úr grunnskólum Reykjavíkur í 1.-7. bekk.  Verðlaunaafhending verður að lokinni keppni.

Keppnisstaður:  Taflfélag Reykjavíkur, Faxafeni 12.
Eldri flokkur (8. - 10. bekkur).
Keppt verður í stúlkna og drengja flokkum. Heimilt er að senda A, B, C o.sfrv. stúlknasveitir og A, B, C o.s.frv. drengjasveitir.  Í hverri sveit eru 4 keppendur og 0-2 til vara.
Keppni í eldri flokki verður mánudaginn 5. desember kl. 17:00.
Tefldar verða 6 umferðir (hraðmót) eftir Monrad kerfi.
Umhugsunartími: 15. mín. á skák. Þátttökurétt hafa unglingar úr grunnskólum Reykjavíkur í 8.-10. bekk. Verðlaunaafhending verður að lokinni keppni.


Þátttaka tilkynnist til skrifstofu Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur eigi síðar en föstudaginn 2. desember.
Skráning sendist á netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.


Kveðja,

Soffía Pálsdóttir
                  

Heildstæð þjónusta við börn og ungmenni – Nýtt skóla- og frístundasvið

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í júní 2011 að sameina menntasvið. leikskólasvið og tómstundaskrifstofu íþrótta- og tómstundasviðs í nýtt svið, sem fékk nafnið skóla- og frístundasvið (skammstafað SFS). Nýtt svið tók í framhaldinu til starfa þann 12. september síðastliðinn. Ragnar Þorsteinsson var ráðinn sviðsstjóri, en hann starfaði áður sem fræðslustjóri Reykjavíkur.

Skrifstofa skóla- og frístundasviðs er í Borgartúni 12-14.  

Skóla- og frístundasvið ber ábyrgð á þjónustu leikskóla og dagforeldra, grunnskóla, frístundaheimila, frístundamiðstöðva, frístundaklúbba og félagsmiðstöðva. Skólahljómsveitir og  Námsflokkar Reykjavíkur heyra einnig undir sviðið. Þá sér sviðið um úthlutun fjármagns til sjálfstætt starfandi tónlistarskóla, leikskóla og grunnskóla í borginni. Frekari upplýsingar eru um starfsemi sviðsins eru á vef Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is undir "Skólar og frístundir".

Meginmarkmiðið með stofnun SFS er að tryggja heildstæða þjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra, stuðla að sameiginlegri stefnumótun skóla og frístundamiðstöðva i hverfum borgarinnar og auka þverfaglegt samstarf allra stofnana sem þjóna barnafjölskyldum í borginni.

Starfsfólk nýja sviðsins vinnur nú að stefnumótun í samráði við skóla- og frístundaráð og stjórnendur undirstofnana og tekur hún mið af því að efla samstarf og flæði þekkingar milli allra stofnana til að tryggja sem besta þjónustu. Um áramót er  gert ráð fyrir því að endanlegt skipulag á nýju sviði liggi fyrir og verður það kynnt á vef Reykjavíkurborgar.

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |