1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

Málstofa sjónarhóls

Viljum vekja athygli á málstofu Sjónarhóls um lífsgæði foreldra barna með sérþarfir sem hefur yfirskriftina „Hvernig hefurðu það“. Málstofan verður haldin miðvikudaginn 12. október í Hringsal Barnaspítala Hringsins frá kl. 13:00 – 16:00. Dagskráin fylgir hér fyrir neðan og í viðhengi.
Aðgangur ókeypis.
Vinsamlegast dreifið þessum pósti.

 

Hvernig hefurðu það?

 

Málstofa Sjónarhóls um

lífsgæði foreldra barna með sérþarfir

-Kynning á rannsóknum-

 

Hringsal, Barnaspítala Hringsins.

Miðvikudaginn 12. október 2011, kl. 13.00 – 16.00.

 

 

Fundarstjóri:      Zuilma Gabriela Sigurðardóttir, dósent við sálfræðideild Háskóla Íslands

 

13.00-13.10            Setning

 

13.10-13.30            Reynsla foreldra barna af formlegum og óformlegum stuðningi sem veittur er vegna fötlunar barns/barna í fjölskyldunni

Dóra S. Bjarnason,  prófessor við Menntavísindasvið HÍ

 

13.30-14.00           Lífsgæði foreldra sem eiga börn með greiningu um Tourette eða einhverfu

   Haukur Freyr Gylfason, aðjúnkt við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík

14.00-14.30           Áfallastreituröskun og áfallastreitueinkenni hjá mæðrum og feðrum langveikra barna 

Drífa Björk Guðmundsdóttir, sálfræðingur á barnadeild Landspítala

14.30-14.50               Kaffihlé

14.50-15.10                Heilsutengd lífsgæði og áfallastreita foreldra barna með heilalömun (CP)

Ásta Harðardóttir, sjúkraliði með MS í sálfræði

15.10-15.30                Lífsgæði foreldra sem eiga börn með greiningu um AD(H)D 

Sigrún Arnardóttir, námsráðgjafi

15.30-15.50               Frá teoriu til praksís

Andrés Ragnarsson, sálfræðingur hjá Umhyggju – félagi til stuðnings langveikum börnum

15.50-16.00               Lokaorð

Zuilma Gabriela Sigurðardóttir

Nýtt á tungumálatorgi

Í tilefni af Evrópska tungumáladeginum  er sett út nýtt efni á Tungumálatorg fyrir skóla fjölmenningar.

Unnir hafa verið textar við leiðbeiningar til foreldra um Mentor á pólsku, litháísku, spænsku og víetnömsku.

Á hverju svæði eru einnig eyðublöð fyrir foreldra, sem unnin eru í samvinnu við skóla – og frístundasvið Reykjavíkur, til að óska eftir undanþágu frá skyldunámi í erlendu tungumáli og til að fá viðukenningu skóla á kunnáttu nemenda í eigin tungumáli sem hluta af skyldunámi.

Efnið er gert til að auðvelda foreldrum aðfluttra barna við að fóta sig í rafrænu umhverfi íslensks skóla, nálgast upplýsingar um börn sín og fylgjast með gengi þeirra og framförum.

Efnið er unnið fyrir styrk frá Innanríkisráðuneyti sem ætlaður er til mannréttindamála.

Tungumálatorg þakkar framlag þeirra Lolita Urboniene sem skrifar á litháísku, Lourdes Pérez Mateos á spænsku, Anh-Dao Tran á víetnömsku, auk Emilia Młinska sem ber ábyrgð á pólsku síðunni.

http://tungumalatorg.is/spaenska/
http://tungumalatorg.is/vietnamska/
http://tungumalatorg.is/polska/
http://tungumalatorg.is/lithaiska/

Með kveðju frá aðstandendum Tungumálatorgs

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |