1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

Fræðslunámskeið fyrir foreldra barna með ADHD 6-12 ára

Fræðslunámskeið fyrir  foreldra barna með ADHD 6-12 ára
Námskeiðið verður haldið laugardagana 15. og 29. október 2011 í Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, Ofanleiti 2, 5. hæð.  boðið verður upp á fjarfundabúnað fyrir landsbyggðina.

Ef næg þátttaka fæst þá verður fjarfundur haldinn hjá:
•    Þekkingarneti  Austurlands á Egilsstöðum.
•    Háskólanum á Akureyri.
•    Fræðslumiðstöð Vestfjarða á Ísafirði.
•    Fræðslu- og símenntunarmiðstöðinni Visku í Vestmannaeyjum.
•    Símenntunarmiðstöð Vesturlands í Borgarnesi.
•    Farskólanum, Miðstöð símenntunar á Norðurlandi á Sauðárkróki.

Laugardagurinn 15. október
Kl. 10:00–11:15       Hvað er ADHD?
Fyrirlesari: Páll Magnússon sálfræðingur
Kl. 11:15–11:30   Hlé

Kl. 11:30–12:45       Samskipti  innan fjölskyldna barna með ADHD
Fyrirlesari: Þórdís Bragadóttir sálfræðingur

Kl. 12:45-13:30    Matarhlé

Kl. 13:30-14:45        Líðan barna með ADHD
Fyrirlesari: Dr. Urður Njarðvík sálfræðingur

Laugardagurinn 29. október
Kl. 10:00-11:15    ADHD og nám
Fyrirlesari: Haukur Örvar Pálmason sálfræðingur
Kl. 11:15-11:30    Hlé

Kl. 11:30-12:45        Lyfjameðferð við ADHD
Fyrirlesari: Ólafur Ó. Guðmundsson barna og unglingageðlæknir

Kl. 12:45-13:30    Matarhlé

Kl. 13:30-14:45        Félagsfærni barna með ADHD, hvað geta foreldrar gert?
Fyrirlesari: Dagmar K. Hannesdóttir sálfræðingur

Hver fyrirlestur er í 45 mín. og síðan umræður og fyrirspurnir í 30 mín. Á námskeiðinu er lögð áhersla á að foreldrar öðlist góðan skilning á hvað er ADHD og fái einföld og hagnýt ráð við uppeldi barna með ADHD.    

Skráning á netfanginu This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 581-1110 á milli kl. 13 og 16 virka daga.

Einstaklingur            Báðir foreldrar/forráðamenn
Félagsmenn           kr. 7.000                    kr. 11.000
Aðrir                     kr. 9.000                   kr. 13.000

Athugið!! skráningu lýkur kl. 12 föstudaginn 2.október 2011

Upplýsingagátt

Starfshópurinn á vegum Menntasviðs Reykjavíkurborgar leggur til að allir grunnskólar hafi sérstaka gátt á heimasíðu sinni sem merkt er : Kynningar og auglýsingar um íþrótta-, tómstunda- og félagsstarf utan skólans. Þar verði settar tilkynningar og auglýsingar sem berast skólanum og hann telur eiga erindi við nemendur og foreldra þeirra. Gáttin verði kynnt foreldrum að hausti.

Meðfylgjandi er eintak af Samstíga, vefriti Heimilis og skóla. Þar er meðal annars fjallað um Foreldraverðlaunin og aðalfund sem verða þriðjudaginn 24. maí næstkomandi.
Eintak af Samstíga

Meðfylgjandi er tilkynning um Háskóla unga fólksins, sem Háskóli Íslands stendur fyrir nú í sumar. Skólinn hefur verið einkar vinsæll undanfarin ár og hafa iðulega færri komist að en vildu.
Háskóli unga fólksins 

Við viljum vekja athygli  á verkefninu „Tímabundin tannlæknaþjónusta fyrir börn tekjulágra foreldra/forráðamanna“ http://www.tr.is/tannvernd-barna/  og bendi jafnframt á að þessi þjónusta er tímabundin og því þarf að bregðast við.
Upplýsingar á pólsku eru einnig á vef Reykjvíkurborgar: http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-4449/7620_read-26280/
Umsóknarfrestur er til 1. júní.  
Á vef Fjölmenningarseturs http://www.mcc.is/heilsa/tannlaeknar/okeypis-tannlaeknathjonusta  eru upplýsingar um verkefnið á nokkrum tungumálum sem og umsóknareyðublaðið
·         Kynningarblað á litáísku  http://www.mcc.is/media/frettir/lithaiska---tannlaeknathjonusta.pdf
 

Skráning í Vinnuskóla Reykjavíkur
Skráning hefst í Vinnuskóla Reykjavíkur mánudaginn 18. apríl kl. 12.00. Foreldrar nemenda sjá um skráninguna í gegnum Rafræna Reykjavík líkt og í fyrra. Skráningarfrestur er til föstudagsins 20. maí. Öllum nemendum í 9. og 10. bekk grunnskóla í Reykjavík býðst starf hjá Vinnuskólanum. Nemendur í 8. bekk eiga ekki kost á starfi í sumar.

Vinnutímabilin verða tvö, þrjár vikur í senni. Reynt verður að koma til móts við óskir flestra um val á tímabili. Búist er við að um það bil 2000 nemendur skrái sig til starfa í Vinnuskólann í sumar.

Tenglar
Vinnuskólinn - nánar
Rafræn Reykjavík

 

 

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |