1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

Unglingar & ADHD - bæklingur

Nýr fræðslubæklingur er nú kominn út hjá ADHD samtökunum en hann nefnist "Unglingar & ADHD". Höfundar hans eru Elín Hoe Hinriksdóttir sérkennari og Sólveig Ásgrímsdóttir sálfræðingur. Í bæklingnum eru upplýsingar um birtingarmyndir röskunarinnar, þróun einkenna, ADHD og nám, hegðunarvanda á unglingsárum, fíkniefnaneyslu og ADHD og samskipti foreldra og unglings.

Upplýsingabæklingurinn er fáanlegur á skrifstofu ADHD samtakanna. Hann er einnig aðgengilegur hér á vefnum.

Námskeið í sumar

Sumarskóli FRAM
Knattspyrnuskóli FRAM og Íþróttaskóli FRAM eru starfræktir í Grafarholti og Úlfarsárdal í sumar. Þar býður félagið upp á öruggt umhverfi og góða aðstöðu í hjarta hverfisins. Námskeiðin fara fram í og við Ingunnarskóla en ef veður er vont þá verða æfingar færðar inn í íþróttahús Ingunnarskóla.  Knattspyrnuskólinn verður starfræktur á gervigrasvelli FRAM í Úlfarsárdal. Handboltanámskeiðið er haldið í íþróttahúsi Ingunnarskóla.

Sumarskóli Fram

 

Sumarnámskeið Reykjavíkurborgar
Í sumar verður fjölbreytt framboð af afþreyingu og fræðslu í boði fyrir börn og unglinga í Reykjavík. Á sumarvef Reykjavíkurborgar má finna upplýsingar um sumarstarf í Reykjavík fyrir börn og unglinga á aldrinum 5-18 ára. Þar má nefna sumarfrístund, siglingar, sumarbúðir, íþróttanámskeið, reiðnámskeið, leikjanámskeið og margt fleira.

Sumarnámskeið Reykjavíkurborgar

Rithöfundaskóli

Í sumar býðst ungmennum á aldrinum 15 – 18 ára að taka þátt sumarnámskeiði í rithöfundaskóla á Biskops-Arnö lýðháskólanum fyrir utan Stokkhólm. Það er kjörið tækifæri fyrir ungt fólk sem hefur ánægju af skrifum að fá leiðsögn hjá reyndum kennurum og umgangast aðra unga Norðurlandabúa með sömu áhugamál, auk þess að bæta tungumálakunnáttuna.

Námskeiðið fer fram dagana 27. júlí til 3. ágúst nk. og erþátttakendum að kostnaðarlausu.

Norræna félagið í Svíþjóð stendur að námskeiðinu með fjárstuðningi Norrænu ráðherranefndarinnar.

Frekari upplýsingar um rithöfundaskólann má finna hér.

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |