Skip to content

Útskrift 10. bekkjar og skólaslit 1.-9. bekkjar

Við höfum ákveðið að endurskoða fyrirkomulag á útskrift nemenda 10. bekkjar í ljósi breyttra viðmiða frá Almannavörnum og Landlækni.

Útskrift 10. bekkjar nemenda verður á sal skólans fimmtudaginn 4. júní kl. 17:00.

Við miðum við að hver nemandi bjóði að hámarki þremur fullorðnum en ef fjölskylduaðstæður eru með þeim hætti að forráðamenn eru fleiri má miða við fjóra. Systkini á skólaaldri telja ekki upp í 200 manns og eru því velkomin á athöfnina. Þeir sem kjósa að halda 2 metra fjarlægð hafa kost á því.

Að þessu sinni mun ekki verða hefðbundið Pálínuboð við útskriftina eins og verið hefur undanfarin ár. Þess í stað er ætlunin að bjóða nemendum upp á veitingar eftir kynningu á lokaverkefninu næstkomandi þriðjudag 2. júní á skólatíma. Kynningin á lokaverkefninu verður að þessu sinni einungis fyrir nemendur. Skólinn ætlar síðan að kveðja hópinn með því að bjóða þeim að borða saman bæjarferð á miðvikudaginn.

——————————————————————————————————

Föstudaginn 5. júní verða skólaslit hjá 1.-9. bekk. Þetta er venjulegur skóladagur sem lýkur svo með skólaslitum án foreldra kl. 13:45 í 1.-4. bekk og kl. 14:00 hjá 5.-9. bekk.

Við þökkum ykkur fyrir gott samstarf í vetur og vonum allir eigi nærandi og gott sumar.