1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

Viðbragðsáætlun vegna óveðurs

Foreldrar vinsamlegast kynnið ykkur tilmæli um viðbrögð foreldra / forráðamanna barna í skólum og frístundastarfi

Appropriate reactions of parents and guardians of children in schools and after-school programs.

Skóla verður ekki aflýst vegna veðurs eða ófærðar. Foreldrar/ forráðamenn verða sjálfir að meta það hvort þeir senda börn sín í skólann eða ekki. Ef barn er heima vegna veðurs ber að tilkynna það sem fyrst.

Benda má á nokkur símanúmer:
Ingunnarskóli 411 7828
Stjörnuland 411 5825

Ef barnið er komið í skólann þá er það í öruggum höndum út skóladaginn. Foreldrar eiga ekki að sækja börnin á miðjum skóladegi þó börnin hringi og biðji um að láta sækja sig. Foreldrum er bent á að fylgjast með tilkynningum frá Almannavörnum í ríkisútvarpinu þessa daga.

Bresti á óveður á skólatíma eru foreldrar/forráðamenn vinsamlegast beðnir að sjá um að börnin verði sótt sem fyrst eftir að kennslu lýkur.

 

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |