1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

Ingunnarskóli í sumarfrí

Ritað .

Skrifstofa skólans verður lokuð frá 20. júní og opnar aftur að loknu sumarleyfi 9. ágúst.

Skólasetning verður þriðjudaginn 22. ágúst 2017.  Nánari upplýsingar verða sendar til foreldra í ágúst.

Starfsfólk Ingunnarskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars og þakkar fyrir samstarfið á liðnu skólaári.

images

Sameiginleg innkaup námsgagna/ innkaupalistar

Ritað .

Boðið verður upp á sameiginleg innkaup námsgagna og ritfanga fyrir 1.-7. bekk eins og verið hefur í yngri bekkjunum undanfarin ár.

Kostnaður er 6.000 krónur á nemenda en ef þið viljið ekki nýta ykkur þetta þá biðjum við ykkur vinsamlegast að láta vita á skrifstofu skólans á netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og við sendum ykkur innkaupalista.

Innkaupalisti 8.-10. bekkur

books

Skóladagatal 2017 - 2018

Ritað .

Við vekjum athygli á því að drög að skóladagatali fyrir skólaárið 2017 - 2018 er komið inn á heimasíðu Ingunnarskóla.

Það er að finna hér.

Skólaslit 2017

Ritað .

Útskrift 10. bekkjar verður á þriðjudaginn 6. júní klukkan 18:00 og verður hátíðleg dagskrá af því tilefni á sal skólans. Til siðs hefur verið að foreldrar leggi til veitingar á kaffiborðið en skólinn býður upp á kaffi og gos. Foreldrar nemenda í 10. bekk hafa fengið upplýsingar varðandi það í tölvupósti.

Skólaslit hjá 1.-9. bekk verða 7. júní kl. 17:00 á sal skólans. 7. júní er venjulegur skóladagur en þá koma nemendur í skólann skv. stundatöflu. Þennan sama dag kl. 17:00 verða síðan skólaslit hjá 1.-9. bekk.

Byrjað verður á sal með stuttri formlegri dagskrá, söng og gleði. Síðan halda nemendur í heimastofu og kveðja umsjónarkennara og starfsmenn. 

Við vonumst til að sjá sem flesta foreldra með börnum sínum á skólaslitunum.

kids tossing graduation caps

Íþróttadagur

Ritað .

Hinn árleg íþróttadagur Ingunnarskóla var haldinn í dag. Veðurguðirnir voru ekki alveg í liði með okkur eins og fyrri ár en það kom ekki að sök, nemendur voru vel búnir og skemmtu sér vel í rigningunni.

Dagurinn var einstaklega skemmtilegur en nemendum 1.-5. bekkjar var skipt upp í hópa og nutu allir þess að vera úti í við skemmtilegar þrautir og leiki sem voru á mörgum stöðvum.  

Nemendur 6.-7. bekkjar fóru niður í Úlfarsárdal þar sem þau hittu nemendur 6.-7. bekkjar úr Dalskóla. Þar kepptu þau í ýmsum íþróttagreinum og höfðu mjög gaman. Þau luku deginum með grillveislu í Dalskóla.

Nemendur 8.-10. bekkjar voru í alls kyns íþróttakeppnum inn í íþróttasal.

Deginum lauk síðan með pylsuveislu fyrir alla í mötuneytinu.

Myndir frá íþróttadeginum er að finna í myndasafni skólans.

IMG 0014

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |