Skip to content

Afmælishátíð

Í gær 5. maí, héldum við upp á 20 ára afmæli Ingunnarskóla. Skólastjóri og kór Ingunnarskóla tók á móti gestum á sal með nokkrum orðum og söng. Eftir það var gestum boðið að skoða afrakstur þemavinnu nemenda í heimastofum þeirra.

Nemendur í 1.-2. bekk sömdu ævintýri sem gerast í Grafarholti og sköpuðu spennandi ævintýraheim.

3.-4. bekkur var búinn að vera að vinna að ýmsum verkum sem tengjast náttúrunni í Grafarholti. Nemendur höfðu t.d. útbúið falleg tækifæriskort með náttúrulistaverkum sem voru seld á afmælishátíðinni og fer ágóðinn í að styrkja börn flóttamanna frá Úkraínu.

5.-6. bekkur hefur verið að vinna með örnefni og þjóðsögur í Grafarholti og var m.a. með málverka- og myndbandasýningar á svæðinu.

7. bekkur er búinn að vera að vinna að fjölbreyttum verkefnum sem tengjast 20 ára sögu skólans.

8.-9. bekkur horfði hins vegar til framtíðar og velti fyrir sér hvernig tíðarandinn verður eftir önnur 20 ár eða árið 2041.

10. bekkur var með opið kaffihús með heimabökuðu bakkelsi og var einnig með karnival í íþróttahúsinu sem sló svo sannarlega í gegn. Þau ætla að nýta ágóðann í fjáröflun fyrir 10. bekkjar útskriftarferðina sína.

Listaverk eftir nemendur voru seld í kaffihúsi 10. bekkjar og fer ágóðinn einnig í að styrkja börn flóttamanna frá Úkraínu

Við þökkum gestum kærlega fyrir komuna en það var virkilega gaman að gleðjast saman og geta fagnað þessum áfanga saman með skólasamfélaginu.

Fleiri myndir er að finna í myndasafni skólans.