Skip to content
15 jún'22

Sumarkveðja

Skrifstofa skólans verður lokuð frá 17. júní og opnar aftur að loknu sumarleyfi miðvikudaginn 3. ágúst. Föstudaginn 19. ágúst verða nemendur og foreldrar boðaðir til námskynninga og viðtals við umsjónarkennara. Gert verður ráð fyrir að nemendur og foreldrar mæti í nokkrum fámennum hópum þar sem farið verður yfir skólaárið.  Nánari upplýsingar verða sendar til foreldra…

Nánar
03 jún'22

Útskrift 10. bekkjar

Útskrift 10. bekkjar fór fram á sal Ingunnarskóla í gær. Guðlaug skólastjóri hélt tölu fyrir hópinn og einnig Bjarni og Erna umsjónarkennarar 10. bekkjar. Embla Guðný nemandi í 10.b flutti síðan vinningsljóðið sitt sem sigraði í ljóðasamkeppni grunnskólanema, Ljóðaflóði, í vetur. Páll Rúnar, fulltrúi foreldra, lagði nemendunum lífsreglurnar og svo komu Dagmar Guðrún, Embla Guðný,…

Nánar
02 jún'22

Íþróttadagur

Í dag var hinn árlegi íþróttadagur haldinn í Ingunnarskóla. Nemendum 1.-7. bekkjar var skipt upp í hópa og nutu allir þess að vera úti í við skemmtilegar þrautir og leiki sem voru á mörgum stöðvum. Nemendur 8.-10. bekkjar voru í alls kyns íþróttakeppnum inn í íþróttasal. Í lok dagsins söfnuðust allir saman á skólalóðinni og…

Nánar
31 maí'22

Skákmót Ingunnarskóla 2022

Skákmót Ingunnarskóla fór fram þriðjudaginn 24. maí síðastliðinn. Nemendum var skipt í 3 hópa. 2. bekkur, 3. bekkur og svo 4-.5 bekkur. Sigurvegari í 2. bekk var Hunter Elí, í 2. sæti var Óðinn Eldjárn og jöfn í 3.-6. sæti voru Alexander Freyr, Kolbrún Ýr, Ólafur Nói og Stefán Þór. Alexander Freyr var hærri á…

Nánar
31 maí'22

Nemendur Ingunnarskóla styrkja börn flóttamanna frá Úkraínu

Brynhildur Bolladóttir upplýsingafulltrúi frá Rauða krossinum á Íslandi tók á móti 216.000 krónum sem nemendur skólans höfðu safnað fyrir börn flóttamanna frá Úkraínu. Það voru stoltir nemendur í 3., 4. og 5. bekk sem afhentu Brynhildi þessa upphæð á sal í dag. Brynhildur sagði nemendum frá að slíkur styrkur myndi gagnast börnunum vel í þeim…

Nánar
27 maí'22

Útskrift 10. bekkjar og skólaslit 1.-9. bekkjar

Útskrift 10. bekkjar nemenda Ingunnarskóla verður á sal skólans fimmtudaginn 2. júní kl. 16:30. Foreldrar og aðrir aðstandendur eru hjartanlega velkomnir til að samgleðjast útskriftarhópnum okkar. Þetta er stór stund í lífi nemenda sem okkur langar til að þau minnist á lífsleiðinni. Boðið verður upp á Kristal og konfekt. Vonandi sjá sem flestir sér fært…

Nánar
06 maí'22

Afmælishátíð

Í gær 5. maí, héldum við upp á 20 ára afmæli Ingunnarskóla. Skólastjóri og kór Ingunnarskóla tók á móti gestum á sal með nokkrum orðum og söng. Eftir það var gestum boðið að skoða afrakstur þemavinnu nemenda í heimastofum þeirra. Nemendur í 1.-2. bekk sömdu ævintýri sem gerast í Grafarholti og sköpuðu spennandi ævintýraheim. 3.-4.…

Nánar
03 maí'22

Árshátíð 8.-10. bekkjar, myndir

Árshátíð nemenda 8.-10. bekkjar var haldin með pompi og prakt í síðustu viku. Ljósmyndari skólans var á svæðinu og er hægt að finna allar myndir frá árshátíðinni inni á myndasafni skólans.

Nánar
08 apr'22

Páskakveðja

Nemendur fara í páskaleyfi eftir föstudaginn 8. apríl og hefst skólastarf aftur þriðjudaginn 19. apríl. Skrifstofa skólans verður lokuð í páskaleyfinu. Við óskum nemendum og foreldrum gleðilegra páska og vonum að þið njótið frísins sem allra best. Starfsfólk Ingunnarskóla

Nánar
08 apr'22

Reykjavíkurmót grunnskóla í skák

Í vikunni fór fram Reykjavíkurmót grunnskóla í skák, fyrst fyrir nemendur 1.-3. bekkjar og svo fyrir nemendur 4.-7. bekkjar. Ingunnarskóli sendi tvær sveitir til leiks í keppni 1.-3. bekkjar og eina sveit í keppni 4.-7. bekkjar. Frábær árangur náðist hjá yngri sveitunum, A sveit Ingunnarskóla nældi sér í silfrið og B sveit endaði í 11.…

Nánar