Skip to content

Grunnskólamótið í knattspyrnu

Nemendur Ingunnarskóla tóku þátt í grunnskólamótinu í knattspyrnu sem fór fram í Egilshöll. Keppt var í drengja og stúlknaflokki í 7. og 10. bekk og sendum við lið í alla flokkana.

Liðin stóðu sig öll mjög vel en 7. bekkjar strákar voru eina liðið sem komst áfram eftir riðlakeppnina en 21 skóli tóku þátt.

Í úrslitakeppninni unnu þeir undanúrslitariðilinn sinn og náðu því alla leið í úrslitaleikinn. Eftir mjög jafnan og spennandi leik var það Hlíðaskóli sem vann með 1-0 sigri. Í liðinu voru Alexander, Aron Ingi, Baldur Kár, Birnir Leó, Brynja Sif, Daníel Darri, Hrafnkell Flóki, Hilmar Ingi og Ísak Nói og þjálfari var Matti íþróttakennari.

Glæsilegur árangur hjá krökkunum okkar.