Skip to content

Já það er gott að lesa er yfirskrift læsisstefnu leik- og grunnskóla og frístundaheimila í Grafarholti og Úlfarsárdal en hópurinn fékk styrk til að þróa sameiginlega læsisstefnu árin 2017-2019.

Læsisstefna Grafaholts og Úlfarsárdals

Grunnur að lestrargetu barna er lagður strax á fyrstu æviárunum, þegar máltakan á sér stað. Foreldrar eru fyrstu kennarar barna sinna og stuðla að því að börnin tileinki sér móðurmálið á árangursríkan hátt. Rannsóknir sýna að ef lesið er fyrir börn frá unga aldri eflir það málþroska þeirra og orðaforða og eykur þannig velgengni þeirra í námi síðar á ævinni. Það er því mikilvægt að foreldrar lesi daglega fyrir börn sín frá unga aldri. Einnig er mikilvægt að halda áfram að lesa fyrir börnin þó að þau séu farin að lesa sjálf.

Notaleg lestrarstund með foreldrum skapar áhuga fyrir lestri. Hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga:

  • Ræðið við barnið um bókina, sögupersónur og myndskreytingar.
  • Vekið eftirvæntingu og forvitni með því að spyrja spurninga út frá efni og myndum.
  • Vekið athygli á ritmálinu, t.d. með því að renna fingri undir textann á meðan lesið er.
  • Hvetjið barnið til að taka þátt í lestrinum, t.d. þegar sama orð eða texti er endurtekinn.
  • Hafið bækur sýnilegar á heimilinu.
  • Kennið barninu vísur og þulur.
  • Hvetjið barnið til að “þykjustulesa” með sínum eigin orðum og “þykjustuskrifa” með eigin skrift.
  • Lesið ykkur til ánægju og segið börnunum frá bókunum sem þið eruð að lesa.

Hér fyrir neðan er listi yfir vefsíður sem nýtast vel við lestrarnámið.

Viðbætur, forrit og öpp

Lesblinduletur:  https://chrome.google.com/…/ebobafleaeaancdaofchakjljljjkdfg

Kami – PDF verkefnalesari: https://chrome.google.com/…/ecnphlgnajanjnkcmbpancdjoidceilk

Read Aloud - Talgervill: https://chrome.google.com/…/hdhinadidafjejdhmfkjgnolgimiaplp

Allar Google viðbætur: https://chrome.google.com/webstore/category/extensions

Stuðningur í námi/Snjallvefjan: https://www.snjallvefjan.is/

Snjallar tæknilausnir í námi: https://snjallkennsla.is/

Samskiptaforrit/Microsoft Teams: https://teams.microsoft.com/start

Samskiptaforrit/Zoom: https://zoom.us/