Skip to content

Ingunnarskóli, Reykjavík er þátttakandi í Erasmus verkefni sem hófst skólaárið 2020 Vegna Covid heimsfaraldurs hefur því verið frestað til haustsins 2021.

Verkefnið fjallar um loftslagsbreytingar og hvernig við getum brugðist áhrifum þeirra á heiminn. Nafnið á verkefninu er „The planet neets you-facts, activities and hope“

Samstarfsskólarnir okkar eru frá Danmörku, Spáni og Þýsklandi. Markmiðið er að nemendur vinni saman landa á milli að lausn vandans.

Við munum taka á móti nemendum og kennurum frá samstarfsskólunum í apríl 2022. Þá munum við m.a. heimsækja Hellisheiðarvirkjun, vinna verkefni tengd fatasóun, skoða bráðnun jökla og fara með nemendur í neysluratleik hjá Miðstöð útivistar og útináms í Gufunesbæ. Einnig munum við vinna ýmis verkefni með Andra Snæ Magnasyni.