Skip to content

Nemendafélag Ingunnarskóla

Hlutverk Nemendafélags

Markmið
Markmið félagsstarfs í unglingadeild Ingunnarskóla er að vera vettvangur nemenda fyrir uppbyggilegt félagslíf. Félagsstarfinu er ætlað að efla sjálfsmynd nemenda og efla lýðræðisleg vinnubrögð.

Umsjón
Um félagsstarf í unglingadeild Ingunnarskóla sér stjórn nemendafélags Ingunnarskóla í samstarfi við fulltrúa kennara og félagsmiðstöðina Fókus.

Stjórn nemendafélagsins samanstendur af fulltrúum hvers bekkjar í unglingadeild og fundar einu sinni í viku á fimmtudögum.

Viðburðir
Nemendafélagið stendur að:

  • Rósaballi þar sem 10. bekkingar bjóða 8. bekkinga velkomna í unglingadeild í samstarfi við Dj-ráð Fókuss og ballnefnd.
  • Þátttöku í hæfileikakeppninni Skrekkur í samstarfi við Skrekksnefnd
  • Þátttöku í "Nema hvað" spurningakeppni grunnskólanna
  • Þátttöku í MORGRON
  • Jólaballi í samstarfi við Sæmundarskóla
  • Þemadögum í árshátíðarviku
  • Árshátíð unglingadeildar í samstarfi við ballnefnd
  • Öðrum viðburðum sem fulltrúar nemendafélagsins hafa frumkvæði að t.d. tölvuleikjamóti, próflokaballi eða öðru.

Miðlun
Fulltrúar hvers bekkjar bera ábyrgð á að koma málefnum bekkjarins á framfæri á fundum stjórnar. Að sama skapi bera þeir ábyrgð á að kynna fundargerðir stjórnar fyrir sínum bekk og taka á móti ábendingum. Fulltrúi kennara ber ábyrgð á að miðla upplýsingum milli kennara, foreldra og stjórnarinnar. Fundargerðir eru einnig birtar á heimasíðu skólans. Fulltrúi kennara situr fund fyrsta miðvikudag hvers mánaðar með starfsfólki Fókus.

Stefnuskrá Nemendafélags Ingunnarskóla

1. grein 
Hlutverk nemendafélags Ingunnarskóla er að gera skólann skemmtilegri með því að rækta félagslífið og vera milliliður milli nemenda, kennara og skólastjórnenda.

2. grein
Stjórn emendafélagsins hittist einu sinni í viku í fundarherbergi skólans. Nemendur skiptast á að vera fundarritarar. Eftir fundinn fá allir fulltrúar ljósrit af fundargerð sem þeir lesa upp í næsta umsjónartíma og skrifa niður ábendingar og tillögur sem koma frá bekknum. Fulltrúi kennara í nemendafélaginu færir skólastjóra eintak af fundargerð. Næsti nemendafélagsfundur byrjar á því að lesnar eru upp ábendingar og tillögur frá hverjum bekk.

3. grein
Fulltrúar í stjórn nemendafélagsins fara með ákvörðunar- og framkvæmdavald í umboði síns bekkjar en ber jafnframt skylda til að koma hugmyndum sem koma frá bekknum á framfæri á stjórnarfélagsfundum.

4. grein
Fulltrúar í stjórn nemendafélagsins eru kosnir til eins árs. Kosningar fara fram í lok maí.

5. grein
Fyrsta verkefni stjórnar að hausti er að fara yfir stefnuskrá nemendafélagsins og kynna hana fyrir fyrir bekknum ásamt breytingartillögum að henni ef einhverjar eru.

Fréttir úr starfi

Grunnskólamótið í knattspyrnu

Nemendur Ingunnarskóla tóku þátt í grunnskólamótinu í knattspyrnu sem fór fram í Egilshöll. Keppt var í drengja og stúlknaflokki í 7. og 10. bekk og sendum við…

Nánar