Sjónarhóll
... til betra lífs
Að Sjónarhóli- ráðgjafarmiðstöð ses. standa eftirfarandi samtök:
Með stofnun Sjónarhóls rættist margra ára draumur um faglega og óháða ráðgjöf fyrir aðstandendur barna sem eiga við langvarandi veikindi og fötlun að stríða.
Sjónarhóll er miðpunktur þjónustu á þessu sviði, þekkingartorg þar sem hægt er að finna á einum stað yfirgripsmikla vitneskju og reynslu sem hingað til hefur verið dreifð um borg og bæi.
Sjónarhóll er umboðsmaður fjölskyldna barna með sérþarfir;
- hann gætir að réttindum þeirra,
- eflir möguleika þeirra og
- veitir leiðsögn á leið til betra lífs.