Skip to content

Sumarkveðja

Skrifstofa skólans verður lokuð frá 17. júní og opnar aftur að loknu sumarleyfi miðvikudaginn 3. ágúst.

Föstudaginn 19. ágúst verða nemendur og foreldrar boðaðir til námskynninga og viðtals við umsjónarkennara. Gert verður ráð fyrir að nemendur og foreldrar mæti í nokkrum fámennum hópum þar sem farið verður yfir skólaárið.  Nánari upplýsingar verða sendar til foreldra í ágúst.

Skólasetning og fyrsti skóladagur verður mánudaginn 22. ágúst 2022.

Skóladagatal fyrir skólaárið 2022-2023 er að finna hér.

Starfsfólk Ingunnarskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars og þakkar fyrir samstarfið á liðnu skólaári.