Skip to content

Umhverfisstefna Ingunnarskóla

Ingunnarskóli er grænfánaskóli og í umhverfissáttmála skólans er lögð áhersla á að starfsfólk og nemendur sýni umhverfinu virðingu, ábyrgð og vinsemd svo að okkur líði vel og framtíðin sé björt. Það gerum við meðal annars með því að allir kynnist og þekki nánasta umhverfi skólans og þeim fjölmörgu tækifærum sem það býður uppá. Í skólanum er lögð áhersla á endurvinnslu og flokkun á rusli og reynt að draga úr orkunotkun eins og hægt er. Útnefndir eru umhverfisvinir sem hjálpa öllum að bera virðingu fyrir umhverfinu og fylgjast með að umhverfissáttmálanum sé framfylgt.

Í skólanum er boðið upp á hollan heimilismat í hádeginu og er þá ávallt  boðið upp á grænmeti og eða ávexti með matnum. Nemendum gefst kostur á að fá hafragraut að kostnaðarlausu í upphafi skóladags og eru margir sem nýta sér það. Einungis er boðið upp á vatn með hádegismatnum og ekki er heimilt að taka fernu drykki í skólann. Nemendur eru hvattir til að taka með sér holt nesti í morgunhressingu, s.s. ávexti og grænmeti og ekki er heimilt að taka með sætabrauð. Sérstaklega er þess vænst að nemendur noti fjölnota ílát fyrir nesti.

Áhersla er á útikennslu og daglega hreyfingu í kennslustundum þar sem nemendur fá tækifæri til að hreyfa sig jafnt úti sem inni. Nemendur í 1.-7. bekk fara tvisvar sinnum á dag í frímínútur utandyra og eru þá hvattir til að hreyfa sig og leika sér. Skólinn tekur þátt í vinaliðaverkefninu sem gengur út á að hvetja nemendur til meiri þátttöku í fjölbreyttum leikjum í frímínútum og skapa með því betri skólaanda þannig að allir nemendur skólans hlakki til að mæta í skólann sinn. Verkefnið er starfrækt í 4., 6. og 7. bekk.
Öflug íþróttakennsla er við skólann og er áhersla á íþróttir utandyra í upphafi og lok skólaársins.

Haustið  2017 fékk skólinn afhentan Grænfánann í fjórða sinn.

Umhverfisnefnd 7. - 10. bekkur 2020-2021

Umhverfissáttmáli

Markmið 2017-2019

Markmið 2020-2022

Vefsíður um umhverfismál